Kallar hraunið Fagrahraun

Eldgosi í Geldingadölum hefur laðað marga að.
Eldgosi í Geldingadölum hefur laðað marga að. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fagrahraun er nafnið sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið hrauninu sem er að myndast í eldgosinu í Geldingadölum.

Undir dagskrárliðnum störf þingsins sagði hann nafnið ekki bara vísa til þess hversu fallegt hraunið er heldur líka hversu fallegt er að allir geti komið og skoðað það án þess að það ógni innviðum eða lífi og heilsu fólks.

Einnig sagði hann það hafa skapað vissan létti hjá Grindvíkingum þegar jarðskjálftarnir hættu og niðurstaða kom í atburðarásina.

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/mbl.is

Hann sagði áskoranir enn vera fyrir hendi hjá almannavörnum, viðbragðsaðilum, sveitarfélaginu og landeigendum og þakkaði hann þeim fyrir að hafa brugðist hratt og vel við til að tryggja öryggi fólks með því að leyfa því að upplifa atburðinn.

Hann sagði að það þurfi að hyggja að mörgu og að því beri að fagna hve röggsamlega þetta fólk hefur gengið fram. Það þurfi að fá næði til að halda áfram skipulagningunni.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert