Ráðherra hyggst bjóða þingmanni á rúntinn

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ég er að hugsa um að leggja það til að ég bjóði háttvirtum þingmanni með mér á rúntinn og sýni honum framkvæmdirnar, ef hann trúir þessu ekki,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra þegar Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, spurði hann um framkvæmdir í samgöngumálum.

Karl Gauti sagði ríkisstjórnina hafa haft upp fögur fyrirheit en samkvæmt nýlegu mati Hagstofu Íslands hafi opinberar framkvæmdir dregist saman um 11% árið 2019 og 9,3% í fyrra. 

„Hefur ráðherra einhverjar skýringar á því að opinberar framkvæmdir dragast saman ár eftir ár þrátt fyrir ítrekuð og fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar um auknar framkvæmdir? Kemur þetta hæstvirtum ráðherra á óvart eins og mér? Hvert fóru þessir peningar? Eða komu þeir aldrei?“ spurði Karl Gauti.

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fær væntanlega að sitja í …
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fær væntanlega að sitja í framsætinu hjá Sigurði Inga. mbl.is//Hari

Staðreyndin er sú að á kjörtímabilinu höfum við á hverju einasta ári varið til vegamála að meðaltali 17 milljörðum meira en árin þar á undan. Við höfum aukið framkvæmdafé til hafna um 300%. Það voru 400 milljónir á árunum áður en þessi ríkisstjórn tók til starfa en eru núna 1.700 milljónir árlega. Ég veit að háttvirtur þingmaður ferðast um landið, ekki síst kjördæmi okkar, og sér allar framkvæmdirnar sem eru í gangi. Ég ætla að vera, eins og háttvirtur þingmaður, svolítið spurningarmerki í framan yfir þessum skilgreiningum Hagstofunnar,“ sagði Sigurður Ingi.

Hann sagði að framkvæmdir í samgöngukerfinu hefðu aldrei verið meiri og það vissi Karl Gauti:

Hann sér það, hann keyrir fram á þær, hann sér vegavinnutækin í gangi. Hann veit að í hafnarmálum hefur aldrei verið gert eins mikið. Hann sér það, hann hefur heimsótt staðina og hann þekkir það. Tölurnar tala auðvitað sínu máli,“ sagði Sigurður Ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert