Framboðsfrestur Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi er runninn út og ljóst er að þrjú stefna á oddvitasæti í kjördæminu.
Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður kjördæmisins skipaði annað sæti listans fyrir síðustu alþingiskosningar sækist nú eftir að leiða listann.
Eins og kunnugt er sagði fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sig úr þingflokki Vinstri grænna í vetur og gekk til liðs við Samfylkinguna.
Þá hefur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, einnig lýst því yfir að hann sækist eftir að leiða listann. Hann er búsettur í Reykjavík en segir ástæðuna vera m.a. að hans málefni eigi góðan hljómgrunn í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Ingi er utanþingsráðherra og er ekki kjörinn þingmaður eins og stendur. Hann sækist nú eftir umboði sem kjörinn fulltrúi.
Loks hefur Una Hildardóttir upplýsingafulltrúin sóst eftir 1. til 2. sæti. Hún er búsett í Mosfellsbæ og er sitjandi varaþingmaður og forseti Landssambands ungmennafélaga.
Alls gefa níu manns kost á sér í fimm efstu sæti í rafrænu forvali. Það mun fara fram daganna 15. til 17. apríl næstkomandi. Hafa ber í huga að iðulega er stuðst við fléttulista hjá Vinstri grænum.
Þau sem bjóða sig fram í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi eru: