Eina landið undir 100

Staðan í viku 10 og 11.
Staðan í viku 10 og 11. Kort/Sóttvarnastofnun Evrópu

Ísland er áfram grænt á nýju korti Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu með skráð 15,10 smit á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tíma­bili. Ísland er eina landið í Evr­ópu með und­ir 100 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Hafa verður í huga að töl­urn­ar eru fyr­ir viku 10 og 11, það er 8. til 21. mars.

Sam­kvæmt vefn­um covid.is var ný­gengi smita 9,3 inn­an­lands í gær og 13,9 á landa­mær­un­um þannig að ljóst er að töl­urn­ar verða hærri fyr­ir Ísland að viku liðinni.

Í Svíþjóð er staðan verst af Norður­lönd­un­um en þar eru smit­in 597,10 tals­ins á hverja 100 þúsund íbúa. Í Nor­egi eru þau 223,55, 189,14 í Dan­mörku og 172,86 í Finn­landi.

Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu held­ur utan um fjölda smita í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins og Bret­land því ekki leng­ur talið með.

Flest eru smit­in í Eistlandi eða 1.520,79, í Tékklandi eru þau 1.328,25 og 1.145,70 í Ung­verjalandi.

Staðan í nokkr­um ríkj­um Evr­ópu:

  • Frakk­land 562,05
  • Ítal­ía 517,91
  • Spánn 143,31
  • Þýska­land 194,83
  • Pól­land 716,70
  • Hol­land 481,38
  • Belg­ía 439,75
  • Búlga­ría 620,23
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert