Smitið utan sóttkvíar tengist gosstöðvunum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur áhyggj­ur af því að kór­ónu­veiru­smitið sem greind­ist utan sótt­kví­ar í gær teng­ist gosstöðvun­um í Geld­inga­döl­um. Viðkom­andi fór þangað í hóp ný­verið en ekki er vitað hvort hann hafi smit­ast þar. 

„Þegar maður sér þenn­an gríðarlega fjölda sem er að fara á gosstöðvarn­ar eft­ir litl­um stíg­um þá er full ástæða finnst mér til að hafa áhyggj­ur af smiti sem get­ur brot­ist þar út, bæði á meðal Íslend­inga og svo út­lend­inga sem þar eru,“ seg­ir Þórólf­ur í sam­tali við mbl.is. 

Hann tel­ur fulla ástæðu til þess að hvetja fólk til að fara mjög var­lega í kring­um gosstöðvarn­ar.

„Og helst bara bíða með að fara á gosstöðvarn­ar þar til aðeins frá líður og far­ald­ur­inn hef­ur náðst niður vegna þess að ég held að þetta gos sé ekk­ert að fara svo fólk er ekki að missa af neinu,“ seg­ir Þórólf­ur.

Er talið að viðkom­andi hafi smit­ast í Geld­inga­döl­um? 

„Það er eig­in­lega ómögu­legt að segja, við get­um ekki rakið smitið, hvaðan það kem­ur.“

Nokk­ur fjöldi fólks fór í sótt­kví vegna smits­ins.

Merki um að smitið sé komið víðar

95 eru nú í ein­angr­un hér­lend­is vegna Covid-19 en þar á meðal eru ein­hver landa­mæra­smit. Spurður hvort inn­an­lands­smit­in sem virk eru núna séu mjög út­breidd seg­ir Þórólf­ur:

„Þetta teng­ist nátt­úr­lega grunn­skól­un­um hérna á höfuðborg­ar­svæðinu. Flest­ir eru komn­ir í sótt­kví. Von­andi verður svo áfram að þeir sem eru að grein­ast séu í sótt­kví. En það er nátt­úr­lega áhyggju­efni að þetta sé að grein­ast fyr­ir utan þann hóp, það er merki um að þetta sé komið eitt­hvað víðar.“

Erfitt að eiga við ein­beitt­an brota­vilja

Í morg­un bár­ust frétt­ir af því að enn séu fjöl­mörg dæmi þess að fólk sé sótt á Kefla­vík­ur­flug­völl í einka­bíl­um, jafn­vel þótt fimm daga sótt­kví sé skyldu­bund­in fyr­ir alla sem koma inn í landið án þess að hafa þegar fengið Covid-19 eða bólu­setn­ingu. 

„Ég held að menn séu að reyna að gera eins og hægt er í eft­ir­lit­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Það er erfitt að eiga við það ef fólk er með ein­beitt­an brota­vilja. Það eru marg­ar leiðir fyr­ir fólk til að brjóta á þessu,“ seg­ir Þórólf­ur spurður um þetta.

„Ég vil nátt­úr­lega bara hvetja fólk til að hugsa út í það hvað það er að gera og hjálpa okk­ur öll­um að reyna að stemma stigu við þessu eins og mögu­legt er.“

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert