Eldgosið er auglýsing

Endurskapa aðstæður eldgoss og leika sér með bráðið hraun, segja …
Endurskapa aðstæður eldgoss og leika sér með bráðið hraun, segja eigendur sýningarinnar í Víkinni. mbl.is/Björn Jóhann

Í skoðun er að eld­gosa­sýn­ing­ar í anda Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal verði á næstu miss­er­um og árum opnaðar á eld­gosa­eynni Havaí í Kyrra­hafi, í Jap­an og á öðrum heit­um reit­um í heim­in­um. Þar væri upp­bygg­ing sýn­ing­ar­inn­ar sér­sniðin að eld­virkn­inni og aðstæðum á hverj­um stað.

Áhugi á nátt­úru lands­ins sem eld­gosið í Fagra­dals­fjalli hef­ur skapað birt­ist með ýmsu móti og segj­ast eig­end­ur sýn­ing­ar­inn­ar í Vík finna fyr­ir því með fjölg­un heim­sókna á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

„Við höf­um fundið auk­inn áhuga á hraun­sýn­ing­unni al­veg frá því jarðskjálfta­hrin­an við Grinda­vík hófst. Sér­stak­lega jókst þetta með eld­gos­inu,“ seg­ir Júlí­us Ingi Jóns­son í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Þau Ragn­hild­ur Ágústs­dótt­ir eig­in­kona hans opnuðu sýn­ing­una Icelandic Lava Show haustið 2018 þar sem þau end­ur­skapa aðstæður eld­goss með því að bræða hraun frá Kötlu og hella því inn í sýn­ing­ar­sal, sem er full­ur af fólki. Síðan þau opnuðu hef­ur ekk­ert raun­veru­legt eld­gos orðið á Íslandi, fyrr en nú.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert