Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Tveir greindust á landamærunum.
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá almannavörnum, og bætir við að allmörg sýni hafi verið tekin.
Um er að ræða bráðabirgðatölur en eftir helgi verða þær staðfestar á Covid.is.
Að sögn Hjördísar er búið að rekja hvaða fólk var í kringum þann sem greindist með smit utan sóttkvíar í fyrradag. Ekki er þó vitað hvar hann smitaðist.
Um 1.800 manns eru í sóttkví á landinu, að sögn Hjördísar, sem er töluverð fjölgun frá því í gær þegar 1.279 voru í sóttkví.