Mikið högg fyrir viðskiptin

Margir þurfa að endurskoðaferðaáætlanir í páskavikunni.
Margir þurfa að endurskoðaferðaáætlanir í páskavikunni. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Hótelstjórar lýsa því í samtali við Morgunblaðið að hertar samkomureglur séu mikið högg fyrir viðskiptin. Á sama tíma segjast þeir styðja aðgerðirnar og vona að þær skili tilætluðum árangri.

Aron Pálsson, hótelstjóri á Hótel KEA á Akureyri, segir að upplifunin nú sé svipuð og í upphafi faraldursins fyrir ári. „Helgin núna var fullbókuð en er dottin út. Við áttum von á hátt í 200 gestum.“

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, hótelstjóri á Sigló hóteli, segir að samkomubannið sé gríðarlegt áfall fyrir hótelið. „Við sáum fram á góða tíð. Það var fullbókað allar helgar út maí og vel bókað á virkum dögum einnig.“

Á Ísafirði voru 60 konur afboðaðar á skíðagöngunámskeið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunbæaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert