Grípa til markvissra aðgerða eftir þörfum

„Við erum að fylgjast mjög gaumgæfilega með lýðheilsu og erum …
„Við erum að fylgjast mjög gaumgæfilega með lýðheilsu og erum með mjög marga þætti sem við fylgjumst með mánuð fyrir mánuð,“ Alma D. Möller landlæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyr­ir að ný bylgja kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sé far­in af stað hér­lend­is halda bólu­setn­ing­ar áfram og með frek­ari bólu­setn­ing­um eykst von­in um að far­aldr­in­um ljúki inn­an tíðar. Embætti land­lækn­is fylg­ist gaum­gæfi­lega með lýðheilsu land­ans en hef­ur ekki tekið ákv­arðanir um aðgerðir sem farið verður í til þess að efla hana eft­ir að far­aldr­in­um lýk­ur. Gripið verður til mark­vissra aðgerða í þeim efn­um eft­ir þörf­um, að sögn Ölmu D. Möller land­lækn­is.

„Við vit­um að far­ald­ur­inn hef­ur gengið mjög vel heilt yfir hérna og áhrif­in á lýðheilsu verið minni en víða ann­ars staðar en við vit­um líka að far­ald­ur­inn hitt­ir mis­mun­andi hópa mis­mun­andi fyr­ir. Það er mik­il­vægt að gera sér grein fyr­ir því þannig að stjórn­völd geti þá beint aðgerðum í rétta far­vegi,“ seg­ir Alma í sam­tali við mbl.is.

„Við erum að fylgj­ast mjög gaum­gæfi­lega með lýðheilsu og erum með mjög marga þætti sem við fylgj­umst með mánuð fyr­ir mánuð. Síðan er búið að stofna það sem heit­ir lýðheilsu­vakt sem er hóp­ur bæði úr heil­brigðis­kerf­inu og frá öðrum stofn­un­um eins og fé­lags­málaráðuneyt­inu og víðar að. Sá hóp­ur er að skoða lýðheils­una mjög vítt. Síðan þegar búið er að rýna þau gögn er hægt að fara í aðgerðir ef þarf.“

Þetta á allt að vera á réttri leið“

Bólu­setn­ing með bólu­efni AstraZeneca var heim­iluð að nýju í vik­unni, eft­ir um tveggja vikna hlé á notk­un efn­is­ins. Gripið var til hlés­ins vegna ótta um að mynd­un blóðtappa hjá bólu­sett­um tengd­ist bólu­setn­ing­unni. Or­saka­sam­hengi er nú talið ólík­legt, en til­kynn­ing­ar um slík­ar mögu­leg­ar auka­verk­an­ir komu ein­ung­is frá yngra fólki. Notk­un þess var því heim­iluð fyr­ir 70 ára og eldri. Áður en hléið var gert hafði Land­spít­ali ætlað að ljúka bólu­setn­ingu síns starfs­fólks með bólu­efni AstraZeneca. Nú mun spít­al­inn fá annað bólu­efni í stað bólu­efn­is frá AstraZeneca til þess að ljúka bólu­setn­ingu inn­an stofn­un­ar­inn­ar. Um það seg­ir Alma:

„Það er búið að ákveða að nota bólu­efni AstraZeneca gegn Covid hjá eldra fólki eft­ir að nýj­ar upp­lýs­ing­ar komu fram. Þá losn­ar um annað bólu­efni sem verður hægt að nota, til dæm­is við bólu­setn­ing­ar á Land­spít­ala. Þetta á allt að vera á réttri leið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert