Mikill fjöldi hefur afbókað orlofshús hjá stéttarfélögum sínum fyrir páskana. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri kjara- og reksturs hjá Sameyki, að það sé augljóst að fólk sé að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er í faraldrinum.
Þeir sem afbókuðu með stuttum fyrirvara fá endurgreitt að fullu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sömu sögu að segja en mikill fjöldi hefur afbókað orlofshús á þeirra vegum fyrir páskana. Hann segir að sú ákvörðun hafi verið tekin að loka orlofshúsunum ekki yfir páskana heldur leggja áherslu á aukin þrif og sótthreinsun.
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinnu í dag, að ekki standi enn til að loka orlofshúsum félagsins en að fylgst verið náið með stöðunni og að ákvörðun verði tekin í vikunni í samráði við sóttvarnayfirvöld.