Fjöldi afbókað orlofshús

Sívinsæl Aldrei hafa fleiri sótt umað komast að í orlofshúsunum.
Sívinsæl Aldrei hafa fleiri sótt umað komast að í orlofshúsunum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mik­ill fjöldi hef­ur af­bókað or­lofs­hús hjá stétt­ar­fé­lög­um sín­um fyr­ir pásk­ana. Þór­ar­inn Eyfjörð, fram­kvæmda­stjóri kjara- og rekst­urs hjá Sam­eyki, að það sé aug­ljóst að fólk sé að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er í far­aldr­in­um.

Þeir sem af­bókuðu með stutt­um fyr­ir­vara fá end­ur­greitt að fullu. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, hef­ur sömu sögu að segja en mik­ill fjöldi hef­ur af­bókað or­lofs­hús á þeirra veg­um fyr­ir pásk­ana. Hann seg­ir að sú ákvörðun hafi verið tek­in að loka or­lofs­hús­un­um ekki yfir pásk­ana held­ur leggja áherslu á auk­in þrif og sótt­hreins­un.

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, seg­ir í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinnu í dag, að ekki standi enn til að loka or­lofs­hús­um fé­lags­ins en að fylgst verið náið með stöðunni og að ákvörðun verði tek­in í vik­unni í sam­ráði við sótt­varna­yf­ir­völd.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert