Stefna á að opna skólana eftir páska

Grímuklæddir framhaldsskólanemar. Myndin er tekin í byrjun árs.
Grímuklæddir framhaldsskólanemar. Myndin er tekin í byrjun árs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er á að opna skóla landsins eftir páska. Grunn-, framhalds- og háskólum landsins var lokað í síðustu viku. Það var hluti af sóttvarnaaðgerðum sem gripið var til í þeim tilgangi að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hér innanlands.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá þessu í viðtali við Morgunútvarp Rásar tvö í morgun. 

Þar sagðist hann vera að vinna í minnisblaði með heilbrigðis- og menntamálaráðuneytum um það sem tekur við eftir páska. 

Þá sagði Þórólfur ekki tilefni til þess að hafa sérstakar áhyggjur af smitum á meðal leikskólabarna sem greint var frá í gær. Þau smituðust ekki á leikskólunum heldur af fjölskyldum sínum. Leikskólum hefur ekki verið lokað vegna faraldursins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka