Hvað hafa bændur gert?

Margur taldi vegið að íslensku sauðkindinni í umfjöllun Sævars. Guðfinna …
Margur taldi vegið að íslensku sauðkindinni í umfjöllun Sævars. Guðfinna segir að hver hafi sína skoðun á því en telur mikilvægt að bændur finni fyrir stuðningi. mbl.is/Sigurður Bogi

Skiln­ing­ur lands­manna á fram­lagi bænda til um­hverf­is- og loft­lags­mála er afar mik­il­væg­ur að sögn Guðfinnu Hörpu Árna­dótt­ur, for­manns Lands­sam­taka sauðfjár­bænda.

Um­fjöll­un Sæv­ars Helga Braga­son­ar í þætt­in­um „Hvað get­um við gert?“ sætti gagn­rýni á meðal sauðfjár­bænda í Face­book-hópn­um Sauðfjár­bænd­ur, þar sem meðal ann­ars var talið að í þætt­in­um hafi verið farið offari í dag­skrár­gerð og um áróður gagn­vart bænd­um og sauðkind væri að ræða.

Í þætt­in­um sem sýnd­ur var á mánu­dag fjallaði Sæv­ar um gróður­laust land á Íslandi og þátt ís­lensku sauðkind­ar­inn­ar í þeim efn­um.

Sævar Helgi Bragason fjallaði um lausnir við loftslagsvandanum í þáttaröðinni …
Sæv­ar Helgi Braga­son fjallaði um lausn­ir við lofts­lags­vand­an­um í þáttaröðinni Hvað get­um við gert? Um­fjöll­un­in féll í grýtt­an jarðveg meðal sauðfjár­bænda. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

 Bænd­ur hafi tekið til hend­inni 

Guðfinna tek­ur fram að bænd­ur fari inn í umræðuna á eig­in for­send­um en aðspurð seg­ir hún bænd­ur hafa tekið til hend­inni á þeim sviðum sem komið er inn á í þætt­in­um:

„Umræðan í þætt­in­um er mjög stíluð á hnignað land, það er að segja nýt­ingu á af­rétt­um og að þar sé um að ræða hnignað land. En þar höf­um við tekið til hend­inni,“ seg­ir hún og held­ur áfram.

„Það hef­ur ekki verið neitt vilja­leysi hjá sauðfjár­bænd­um að friða land þar sem þörf er á, til dæm­is í gegn­um land­nýt­ing­arþátt gæðastýr­ing­ar­inn­ar, verk­efni sem hófst upp úr ár­inu 2000. Í gegn­um það verk­efni hafa bænd­ur friðað 8.500 fer­kíló­metra lands sem flokk­ast í lök­ustu ástands­flokk­ana sam­kvæmt Grólind­ar­verk­efn­inu,“ seg­ir hún.

Til viðbót­ar hafi beit­ar­tími verið stytt­ur og beit verið stýrt á öðrum svæðum, í sam­starfi við sér­fræðinga Land­græðslunn­ar.

„Vilj­um ganga enn öfl­ug­ar inn í þessi verk­efni“

„Eins hafa bænd­ur á þess­um af­rétt­um sem þarna er vitnað í unnið al­veg ofboðslega mikið land­græðslu­starf, á þeim svæðum sem búið er að vinna á ætti að vera búið að binda tölu­vert mikið af kol­efni,“ seg­ir hún.

Það sé í gegn­um verk­efni eins og Bænd­ur græða landið, sam­starfs­verk­efni við Land­græðsluna, land­bóta­sjóð Land­græðslunn­ar og upp­græðslu­verk­efni fé­laga­sam­taka á þess­um svæðum eins og til dæm­is upp­græðslu­fé­lög fjallskila­deild­anna. 

„Ég held við get­um verið stolt af því hvernig komið hef­ur verið að þessu,“ seg­ir hún.

Finnst þér mik­il­vægt að fólk átti sig á fram­lagi bænda til lofts­lags­mála?

„Það er ekki spurn­ing. Við þurf­um auðvitað á stuðningi að halda og við vilj­um ganga áfram og enn öfl­ug­ar inn í þessi verk­efni en við höf­um verið að vinna þau að hluta með fjár­veit­ing­um land­græðslunn­ar. Auðvitað er skiln­ing­ur lands­manna á því sem við erum að gera mik­il­væg­ur,“ seg­ir hún í lok­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert