Katrín ósammála Þórdísi

Forsætisráðherra telur ekki að ósætti sé að aukast innan ríkisstjórnar …
Forsætisráðherra telur ekki að ósætti sé að aukast innan ríkisstjórnar um sóttvarnaráðstafanir. Hér eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir við Ráðherrabústaðinn eftir einn ríkisstjórnarfundinn, en á þeim hefur kórónuveiran verið helsta umræðuefnið undanfarið ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra ít­rek­ar að sitj­andi rík­is­stjórn beri ábyrgð á þeim sótt­varnaaðgerðum sem ráðist hafi verið í hingað til, þegar hún er spurð álits á um­mæl­um Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur í fjöl­miðlum í gær, þar sem hún gagn­rýndi sótt­varnaaðgerðir stjórn­ar­inn­ar.

Spurð hvort hér hefði of miklu verið lokað vegna Covid-19, sagði Þór­dís í gær: „Mér hef­ur stund­um fund­ist við kannski full­lengi að aflétta og mér hef­ur fund­ist við taka svo­lít­inn snún­ing frá því að tala um að fletja út kúrfu og halda stjórn yfir í það að stefna að veiru­fríu landi sem er út­ópía.“

Katrín tek­ur ekki und­ir það hjá Þór­dísi, að stefnu­breyt­ing hafi átt sér stað hjá rík­is­stjórn­inni.

„Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur verið frá upp­hafi að vernda líf og heilsu lands­manna og lág­marka sam­fé­lags­leg­an og efna­hags­leg­an skaða,“ seg­ir Katrín. 

„Þannig er stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það hef­ur aldrei neinn lofað veiru­fríu landi, svo að það sé líka sagt. Það er auðvitað eðli þess­ar­ar veiru að það er mjög erfitt að stýra út­breiðslu henn­ar þegar hún kemst á flug og auðvitað taka ráðstaf­an­irn­ar mið af því,“ seg­ir for­sæt­is­ráðherra.

Þórdís Kolbrún sagði í viðtali á Hringbraut í gær að …
Þór­dís Kol­brún sagði í viðtali á Hring­braut í gær að henni þætti mik­il­vægt að hafa radd­ir í eig­in flokki sem spyrðu gagn­rýn­inna spurn­inga um sótt­varn­aráðstaf­an­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ein­hverj­um kann að þykja skref­in of var­fær­in

Ertu ósam­mála því að hér hafi verið farið of hægt í aflétt­ing­ar á sótt­varnaaðgerðum?

„Ég get sagt að við höf­um nálg­ast þetta með mjög var­færn­um hætti og höf­um ekki viljað taka neina áhættu í þeim skref­um sem við höf­um stigið allt þetta ár. Ein­hverj­um kann að þykja það of var­færið en eins og ég hef litið á þetta ár er þetta mikið lær­dóms­ferli.

Forsætisráðherra tilkynnti í síðustu viku að sóttvarnaaðgerðir yrðu hertar vegna …
For­sæt­is­ráðherra til­kynnti í síðustu viku að sótt­varnaaðgerðir yrðu hert­ar vegna þess sem ótt­ast var að kynni að reyn­ast fjórða bylgja kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hér á landi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ég hef sjálf sagt að það hafi hugs­an­lega tekið of lang­an tíma að ráðast í aðgerðir í haust. Þannig að de facto er hægt að meta hverja ein­ustu vend­ingu í þess­um far­aldri með þess­um gler­aug­um en heilt yfir höf­um við frek­ar verið var­fær­in held­ur en hitt,“ seg­ir Katrín.

En út á við, finnst þér eðli­legt að ráðherra gagn­rýni aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í fjöl­miðlum?

„Ja, rík­is­stjórn­in ber ábyrgð á þess­um aðgerðum. Þannig lít ég á málið.“

Það er að segja, hún? 

„Ja, ég meina, rík­is­stjórn­in hef­ur hingað til verið mjög sam­stíga. Það er al­ger­lega rétt sem ráðherr­ann seg­ir að það hef­ur verið spurt bæði af henni og öðrum gagn­rýn­inna spurn­inga og við höf­um átt heil­mikl­ar umræður um þessi mál á hverju stigi. En ég hef litið svo á að rík­is­stjórn­in sé sam­stíga og beri ábyrgð á þess­um ráðstöf­un­um.“

Katrín seg­ir loks að hún telji ekki að ósætti sé að aukast inn­an stjórn­ar­inn­ar um sótt­varnaaðgerðir. „Það myndi ég ekki telja,“ seg­ir for­sæt­is­ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert