Margir eru flognir í sólina

Á Las Teresitas ströndinni á Tenerife.
Á Las Teresitas ströndinni á Tenerife.

Allt að 500 farþegar Vita dveljast nú á Kanaríeyjum um páskana, það er á Tenerife og Gran Canaria. Áfangastaðir þessir hafa jafnan notið mikilla vinsælda ferðalanga og verið fjölsóttir, enda þótt kórónuveiran ráði því að færri eru á svæðinu yfir hátíðina en oftast áður.

„Spánn er núna kominn af lista sem hááhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hafa farþegar því ekki áhyggjur af því að þurfa að fara í sóttvarnahús við heimkomu. Farþegarnir okkar fóru flestir utan nú í byrjun vikunnar og algengt er að fólk sé á svæðinu í 10-12 daga, eða eitthvað fram í vikuna eftir páska,“ sagði Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Fínt veður var á Kanaríeyjum síðdegis í gær, 22 stiga hiti og hálfskýjað, að sögn Íslendinga á svæðinu.

Fjöldi fólks hefur sömuleiðis á síðustu dögunum farið með leiguflugi Vita til Alicante á Spáni, en margir Íslendingar eiga hús þar og una sér vel. Ferðir á þessar slóðir frá Íslandi hafa að mestu legið niðri undanfarið en nú er að lifna yfir. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert