„Ekki í anda kristinna sjónarmiða“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi. mbl.is/Hari

Efl­ing – stétt­ar­fé­lag seg­ir að það sé ekki í anda krist­inna sjón­ar­miða um sann­girni og mannúð að láta lít­inn minni­hluta sam­fé­lags­ins bera stærstu byrðar krepp­unn­ar þegar þorri þjóðar­inn­ar búi við ágæt kjör og þeir rík­ustu hafi jafn­vel aukið eign­ir sín­ar.

„Von­andi rísa stjórn­völd upp eft­ir páska­helg­ina og taka til hend­inni í þágu þeirra at­vinnu­lausu,“ seg­ir í páska­hug­vekju Efl­ing­ar.

Þar kem­ur fram að þau 12% vinnu­afls­ins sem séu at­vinnu­laus finni lang­mest fyr­ir krepp­unni á meðan stór meiri­hluti þjóðar­inn­ar finni frek­ar lítið fyr­ir henni, enda haldi hann vinnu sinni og full­um laun­um. Byrðunum sé því mjög mis­skipt.

Vitnað er í niður­stöður ný­legr­ar spurn­inga­könn­un­ar Vörðu, rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­markaðar­ins, um þyngri byrðar fé­lags­manna Efl­ing­ar en fé­lags­manna annarra stétt­ar­fé­laga.

Bent er á að í Banda­ríkj­un­um, sem séu ekki þekkt fyr­ir að reka öfl­ugt vel­ferðarríki, hafi stjórn­völd greitt at­vinnu­lausu fólki ríf­leg­ar tíma­bundn­ar auka­greiðslur ofan á at­vinnu­leys­is­bæt­urn­ar til að létta því byrðarn­ar í gegn­um krepp­una. „Hér hef­ur ekk­ert sam­bæri­legt verið gert,“ seg­ir í pistl­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert