Lætur reyna á rétt sinn fyrir dómstólum

Fosshóteli hefur verið breytt í sóttvarnahús.
Fosshóteli hefur verið breytt í sóttvarnahús. mbl.is/Árni Sæberg

Einn ein­stak­ling­ur, sem dvel­ur nú í sótt­varna­húsi eft­ir að hafa komið til lands­ins að utan, hef­ur óskað eft­ir því að vera lát­inn laus og læt­ur nú reyna á rétt sinn fyr­ir dóm­stól­um. Þetta herma heim­ild­ir mbl.is.

Sá sem um ræðir hef­ur til umráða sum­ar­bú­stað þar sem hann hugðist halda sótt­kví en með reglu­gerð heil­brigðisráðherra, sem tók gildi í gær, eru all­ir sem koma til lands­ins frá skil­greind­um háá­hættu­svæðum skikkaðir í fimm daga sótt­kví í sótt­varna­húsi. 

Upp­fært:

Ákvað kon­an sem á í hlut að láta reyna á rétt sinn sök­um aðbúnaðar í sótt­varna­hús­inu.

Reyn­ir á valda­framsal og ný sótt­varna­lög

Sam­kvæmt 1. mgr. 67. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar má eng­an svipta frelsi nema með heim­ild í lög­um. Því er lík­legt að í mál­inu muni reyna á þetta ákvæði sem og regl­ur um meðal­hóf, vald­framsal og sótt­varna­lög sem hafa ný­tekið gildi.

Þá kem­ur til skoðunar hvort skil­grein­ing á sótt­varna­húsi, sem lög­fest er í 1. gr. sótt­varna­laga, veiti reglu­gerðinni næga laga­stoð. Skil­grein­ing­in hljóðar svo:

„Sótt­varna­hús: Staður þar sem ein­stak­ling­ur, sem ekki á sam­astað á Íslandi eða get­ur af öðrum sök­um ekki eða vill ekki ein­angra sig í hús­næði á eig­in veg­um, get­ur verið í sótt­kví eða ein­angr­un vegna gruns um að hann sé smitaður af far­sótt eða ef staðfest er að svo sé.“

Hafa þeir sem aðset­ur hafa á Íslandi verið látn­ir falla und­ir reglu­gerðina og er bú­ist við því að dóm­stól­ar úr­sk­urði um lög­mæti þess.

Reglu­gerð heil­brigðisráðherra
Lög um breyt­ing­ar á sótt­varna­lög­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka