Fólk í ferðaþjónustu klárt í bátana

Frá Mývatni.
Frá Mývatni.

Sveitarstjórar í Skútustaðahreppi og Mýrdalshreppi segja að aðilar í ferðaþjónustu séu klárir í bátana ef verður af góðu ferðasumri. Kórónuveirufaraldurinn hefur enda kippt fótunum undan mörgum sveitarfélögum á landinu, sem reiddu sig orðið mikið á ferðaþjónustu.

Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir við Morgunblaðið að fólksfækkun hafi orðið í hreppnum eftir að heimsfaraldurinn skall á. Hins vegar hafi sú þróun nú hætt og allt stefnir í að fólki muni frekar fjölga en fækka þegar tekur að sumra.

Sveinn segir einnig að úrræði hins opinbera, til þess að dempa áhrif faraldursins á mikilvægar atvinnugreinar, hafi reynst aðilum í ferðaþjónustu á svæðinu vel.

Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, tekur í sama streng og kollegi hennar í Skútustaðahreppi, og segir að fólk í og við Vík í Mýrdal sé reiðubúið að anna eftirspurn í sumar og í haust. Áður en nýjar og hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi innanlands sáust gjarnan Íslendingar í Vík, sér í lagi um helgar. Í þokkabót voru erlendir ferðamenn farnir að láta sjá sig á svæðinu, eitthvað sem Þorbjörg segir að sé gleðiefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert