Gular veðurviðvaranir eru í gildi á norðurhluta landsins vegna suðvestanstorms en gert er ráð fyrir því að vindhraði fari í 25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Gular viðvaranir taka gildi í öðrum landshlutum seinna í dag og á morgun.
Á vef Veðurstofunnar segir að það verði 15-23 m/s í dag, hvassast norðan til. Víða rigning eða súld og hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi.
Fari kólnandi um allt land í kvöld og á morgun verði 18-25 m/s á Suðaustur- og Austurlandi síðdegis en 8-15 í öðrum landshlutum.
Éljagangur verður um norðurhluta landsins en úrkomulítið sunnan heiða. Frost verður á bilinu 4 til 15 stig.