Kólnar hratt í kvöld

Vindhraði fer í 28 m/s á Öxnadalsheiði í hviðum.
Vindhraði fer í 28 m/s á Öxnadalsheiði í hviðum. Skjáskot

Gul­ar veðurviðvar­an­ir eru í gildi á norður­hluta lands­ins vegna suðvest­an­storms en gert er ráð fyr­ir því að vind­hraði fari í 25 m/​s með snörp­um vind­hviðum við fjöll. Gul­ar viðvar­an­ir taka gildi í öðrum lands­hlut­um seinna í dag og á morg­un.

Á vef Veður­stof­unn­ar seg­ir að það verði 15-23 m/​s í dag, hvass­ast norðan til. Víða rign­ing eða súld og hiti 5 til 13 stig, hlýj­ast á Aust­ur­landi.

Fari kóln­andi um allt land í kvöld og á morg­un verði 18-25 m/​s á Suðaust­ur- og Aust­ur­landi síðdeg­is en 8-15 í öðrum lands­hlut­um.

Élja­gang­ur verður um norður­hluta lands­ins en úr­komu­lítið sunn­an heiða. Frost verður á bil­inu 4 til 15 stig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert