Gosið hefur vaxið

Gosstöðvarnar litu svona út í kvöld eftir að nýja sprunga …
Gosstöðvarnar litu svona út í kvöld eftir að nýja sprunga myndaðist. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mæl­ing var gerð á hraun­inu í dag, 5. apríl, með loft­mynda­töku úr flug­vél. Ekki fékkst áreiðan­legt mat á hraun­rennsli í eldri gíg­un­um en nýja sprung­an skilaði sjö rúm­metr­um á sek­úndu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Jarðvís­inda­stofn­un.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að heild­ar­rennslið sem sé þá Geld­inga­dal­ir auk hinn­ar nýju sprungu sé metið á um 10 rúm­metra á sek­úndu í dag. Þetta þýði þá að gosið hef­ur vaxið.

Sérsveitarmenn á svæðinu í kvöld.
Sér­sveit­ar­menn á svæðinu í kvöld. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Meðal­hraun­rennsli milli mæl­inga fæst með því að kort­leggja hraunið og reikna rúm­mál þess á hverj­um tíma.  

Nýja sprungan sem myndaðist við gosstöðvarnar í dag.
Nýja sprung­an sem myndaðist við gosstöðvarn­ar í dag. Mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

Þá seg­ir á vef Jarðvís­inda­stofn­un­ar:

„Hraun­rennslið er lítið í sam­an­b­urði við flest önn­ur gos, en ákaf­lega stöðugt. Það er um einn þriðji þess sem kom að meðaltali kom upp fyrstu 10 dag­ana á Fimm­vörðuhálsi vorið 2010, sem var þó lítið gos. Þá er rennslið í Geld­inga­döl­um aðeins 2% af því sem var í Holu­hrauni fyrstu vik­ur goss­ins. Rennslið er svipað og var að meðaltali í Surts­ey eft­ir að hraungos hófst þar í apríl 1964 til gos­loka í júní 1967.“

Ljós­mynd­ar­ar mbl.is fóru að gosstöðvun­um í dag og fönguðu á mynd­ir nýju sprung­una og hið litla en ákaf­lega stöðuga hraun­rennsli úr sprung­unni og inn í Mer­ar­dali.

Hraunrennslið er lítið í samanburði við önnur gos en er …
Hraun­rennslið er lítið í sam­an­b­urði við önn­ur gos en er þó ákaf­lega stöðugt. Mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Nýja sprungan skilaði 7 rúmmetra á sekúndu.
Nýja sprung­an skilaði 7 rúm­metra á sek­úndu. Mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir
Hraunrennsli frá nýju sprengunni.
Hraun­rennsli frá nýju spreng­unni. Mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert