Voru 200-300 metra frá sprungunni

Rafn Valur Alfreðsson hafði hjólað á slóða rétt hjá nýju …
Rafn Valur Alfreðsson hafði hjólað á slóða rétt hjá nýju sprungunni nokkrum mínútum áður en hún opnaðist. Ljósmynd/Aðsend

Rafn Valur Alfreðsson og Hjalti Jón Pálsson voru staddir um 200-300 metra frá sprungunni sem opnaðist í Geldingadölum í dag. Þeir félagar höfðu farið þar á fjallahjólum rétt áður en sprungan opnaðist. 

„Það kom björgunarsveitarbíll á móti okkur á fullri ferð. Við vorum bara rétt búnir að stoppa áður en við ætluðum upp síðustu brekkuna, sem er dálítið brött. Þá kemur hann bara niður á milljón og allir gasmælar í botni og okkur sagt okkur að verið væri að rýma svæðið,“ segir Rafn í samtali við mbl.is. 

Þá hjóluðu þeir um hálfan kílómetra upp á hæð og sáu gufustrókana og hraunið flæða upp rétt við slóðann sem þeir höfðu hjólað nokkrum mínútum áður. 

Rafn segir að þeir hafi ekki orðið varir við neitt fyrr en björgunarsveitin var mætt á staðinn og heyrðu hvorki né sáu sprunguna opnast. Þeir segjast ekki heldur hafa fundið fyrir mikilli hræðslu heldur fundist þessi upplifun mjög skemmtileg. Þeir hefðu dregið það á langinn að fara og skoða eldgosið og á endanum næstum því lent í gosinu!

Rafn Valur og Hjalti Jón hjóluðu til baka til upp …
Rafn Valur og Hjalti Jón hjóluðu til baka til upp á hól til að sjá nýju sprunguna. Ljósmynd/Aðsend
Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum rétt eftir klukkan 12 í …
Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum rétt eftir klukkan 12 í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert