Snýst ekki um sóttkvíarskyldu

Fosshótel sóttvarnarhús.
Fosshótel sóttvarnarhús. mbl.is/Árni Sæberg

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, seg­ir virki­lega al­var­legt að heil­brigðisráðherra og rík­is­stjórn hafi ráðist í að skylda fólk til dval­ar á sótt­kví­ar­hót­eli án þess að hafa heim­ild fyr­ir því í lög­um. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, seg­ir aug­ljóst að ekki sé hægt að halda nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi áfram hvað sótt­kví­ar­hót­elið varðar.

„Þetta snýr ekki að því hvort að fólk fari í sótt­kví eða ekki, það er óum­deilt að það sé rétt að setja fólk í sótt­kví eft­ir kom­una til lands­ins. En þetta snýr að því hvort að það sé ein­hver laga­leg heim­ild til að neyða fólk til að taka þessa sótt­kví út á sótt­varna­húsi og eins og ég benti á og raun­ar fleiri þá skort­ir til þess laga­stoð,“ seg­ir Þór­hild­ur og bæt­ir við:

„Það er auðvitað mjög rík skylda ráðherra að tryggja að reglu­gerðir sem hún set­ur hafi laga­stoð. Það að fara í svona fram­kvæmd án þess að hafa til þess trygga laga­stoð er mjög al­var­legt og mik­il fljót­færni af þess­ari rík­is­stjórn að fara svona af stað með þetta án þess að hafa til þess trygg­an laga­grund­völl.“

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urðaði í gær að skyldudvöl í sótt­varna­húsi væri ólög­mæt í sjö mál­um þar sem tólf ein­stak­ling­ar áttu í hlut. Með úr­sk­urðinum er reglu­gerðin og þær ákv­arðanir sem á henni byggj­ast ólög­mæt­ar, að sögn Jóns Magnús­son­ar, lög­manns eins vist­manns á sótt­kví­ar­hót­eli.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­mund­ur Davíð að bregðast þurfi við úr­sk­urðinum. „Það virðist vera þannig að þegar ráðherr­ar taka sótt­varna­mál­in í eig­in hend­ur að það klúðrist aft­ur og aft­ur.“ Sig­mund­ur vill sjálf­ur leggja meiri áherslu á að tekið sé harðar á bólu­setn­ing­ar­mál­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert