Búinn að senda minnisblað til ráðherra

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á upplýsingafundinum í morgun.
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á upplýsingafundinum í morgun. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra um tillögur að aðgerðum á landamærunum. Þær eru innan núverandi lagaramma og eru að hans mati ekki eins áhrifaríkar en fyrri tillögur voru.

Vonandi munu þær engu að síður skila tilætluðum árangri, sagði Þórólfur á upplýsingafundi. Hann sagði tillögurnar ekki útiloka að stjórnvöld leiti áfram leiða til breytinga á sóttvarnalögum.

Hann sagði frávísun Landsréttar í gær vegna kæru hans í tengslum við úrskurð héraðsdóms um að ólögmætt sé að skylda fólk í sóttvarnahús vera vonbrigð fyrir sóttvarnir í landinu og þau sjónarmið að hér sé verið að vernda heilsu almennings.

Undirafbrigði bresku veirunnar

Smitið sem greindist í hópsýkingunni á Suðurlandi fyrr í vikunni er nýtt undirafbrigði af bresku veirunni sem ekki hefur greinst hér áður.

Þórólfur sagði að sá sem smitaði hópinn hafi verið með erlent vottorð um fyrri sýkingu og fór hann því ekki í próf við komuna til landsins. Hann var með mótefni sem staðfestir fyrri sýkingu.

Hann sagði endursýkingar sem þessar mjög sjaldgæfar og að þeim hafi verið í lýst í 1% tilfella. Hann sagðist vona að um undantekningu sé að ræða og telur ekki ástæðu að svo stöddu til að breyta nálgun eða viðbrögðum sóttvarnayfirvalda við faraldrinum.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, Jó­hann B. Skúla­son, yf­ir­maður rakn­ing­ar­t­eym­is­ins, og Rögn­valdur …
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, Jó­hann B. Skúla­son, yf­ir­maður rakn­ing­ar­t­eym­is­ins, og Rögn­valdur Ólafs­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Ljósmynd/Almannavarnir

Tæplega 80 greinst innanlands frá 25.mars

Í máli Þórólfs kom fram að fá því hertar aðgerðir tóku gildi 25. mars hafi tæplega 80 manns greinst með veiruna innanlands. Þar af voru 57 í sóttkví og 22 utan sóttkvíar. Öll smitin voru af völdum breska afbrigðisins.

Á sama tímabili hefur 21 greinst með virkt smit á landamærunum og hafa þeir allir vera með breska afbrigðið. Langflestir eru þetta einstaklingar með íslenskar kennitölur.

Enginn liggur á Landspítalanum með Covid-19 en rúmlega 100 manns eru þar í eftirliti hjá Covid-göngudeild vegna sinnar sýkingar.

Þrjár stórar hópsýkingar 

Þórólfur sagði fróðlegt að skoða samhengið á milli smita á landamærunum og innanlands síðustu tvo mánuði og hversu mörg afleidd smit hafi sést innanlands frá ferðamönnum sem fóru ekki eftir reglum um fimm daga sóttkví.

Á þessum tíma greindust 105 smit á landamærunum og 97 innanlands. Rakning og raðgreining sýndi að öll innanlandssmitin tengjast landamærunum og einhvers konar smitleka.

Þrjár stórar hópsýkingar bera uppi þessi 97 smit. Ein hópsýking samanstóð af einni veirutegund sem ekki hefur tekist að staðsetja. 48 smituðust út frá henni og á annað þúsund fóru í sóttkví. Önnur hópsýkingin samanstóð af tólf manns. Hún var rakin til ferðamanns sem ekki hélt sóttkví og þurfu á fjórða hundrað manns að fara í sóttkví. Þriðja hópsýkingin telur 11 manns og er einnig rakin til einstaklingas sem ekki hélt sóttkví. Aðrar sýkingar í minni hópum má einnig rekja til landamæranna, sagði Þórólfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert