Sigríður sendir Kára pillu vegna Trump-samlíkingar

Kári Stefánsson og Sigríður Andersen.
Kári Stefánsson og Sigríður Andersen. Ljósmynd/Samsett

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur fast að Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á twitter. Þar líkir hún Kára við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Tilefnið er enda ærið: Kári líkti Brynjari Níelssyni, flokksbróður Sigríðar, við Trump í Kastljósþætti kvöldsins á Ríkisútvarpinu. Þar vísaði hann til þess að Brynjar spókaði sig á Spáni, nú þegar sóttvarnalæknir ræður Íslendingum frá því að ferðast til útlanda að óþörfu. 

Sigríður segir að Kári sé sprækur og kjaftfor auðkýfingur á áttræðisaldri sem vilji reisa múr á landamærum Íslands og gefur til kynna að hann skuli því líta í eigin barm áður en hann líkir nokkrum manni við Trump. Kári hefur enda gjarnan stillt sér upp við hlið þeirra sem styðja hörðustu sóttvarnaaðgerðirnar, bæði innanlands og á landamærum. 

Og Sigríður er oftar en ekki á öndverðum meiði, eins og flokksbróðir hennar Brynjar Níelsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka