Sigríður sendir Kára pillu vegna Trump-samlíkingar

Kári Stefánsson og Sigríður Andersen.
Kári Stefánsson og Sigríður Andersen. Ljósmynd/Samsett

Sig­ríður And­er­sen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, skýt­ur fast að Kára Stef­áns­syni, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, á twitter. Þar lík­ir hún Kára við Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta.

Til­efnið er enda ærið: Kári líkti Brynj­ari Ní­els­syni, flokks­bróður Sig­ríðar, við Trump í Kast­ljósþætti kvölds­ins á Rík­is­út­varp­inu. Þar vísaði hann til þess að Brynj­ar spókaði sig á Spáni, nú þegar sótt­varna­lækn­ir ræður Íslend­ing­um frá því að ferðast til út­landa að óþörfu. 

Sig­ríður seg­ir að Kári sé spræk­ur og kjaft­for auðkýf­ing­ur á átt­ræðis­aldri sem vilji reisa múr á landa­mær­um Íslands og gef­ur til kynna að hann skuli því líta í eig­in barm áður en hann lík­ir nokkr­um manni við Trump. Kári hef­ur enda gjarn­an stillt sér upp við hlið þeirra sem styðja hörðustu sótt­varnaaðgerðirn­ar, bæði inn­an­lands og á landa­mær­um. 

Og Sig­ríður er oft­ar en ekki á önd­verðum meiði, eins og flokks­bróðir henn­ar Brynj­ar Ní­els­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert