Fyrsta hópferð Íslendinga er til Færeyja

Vogur á Suðurey í Færeyjum.
Vogur á Suðurey í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Færeyjar eru smitlausar og okkar fólk komið með bólusetningar og vottorð. Okkur er ekkert að vanbúnaði,“ segir Gísli Jafetsson hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara.

Á vegum skrifstofunnar stendur Færeyjaferð nú fyrir dyrum, haldið verður utan 5. maí og komið heim 11. Farið verður að heiman og heim með ferjunni Norrænu, sem er nýuppgerð. Dvalist verður í Þórshöfn og ferðast um eyjarnar.

Færeyjaleiðangur þessi er sennilega með fyrstu skipulögðu hópferðum Íslendinga í langan tíma, en vegna kórónuveirunnar hefur verið tekið fyrir utanferðir landans að mestu síðasta árið. „Hópurinn telur 50 manns, allt eldra fólk sem búið er í sprautum. Svo verðum við með þrjár aðrar Færeyjaferðir síðar í ár og Kaupmannahöfn á aðventunni. Finnum að mikill ferðahugur er í fólki,“ segir Gísli. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert