Hugmyndin „Stétt fyrir stétt“ búin?

Sífellt erfiðara er að ná til stórra hópa vegna þeirra fjölmörgu miðlunarleiða sem eru í boði. Áhrifin eru víðtæk og ekki síst í stjórnmálunum þar sem árangursríkt er að tala beint til afmarkaðs hóps sem er á sömu skoðun. Þetta segir Bergur Ebbi Benediktsson í Dagmálum í dag. 

„Hugmyndin um stétt fyrir stétt, og að ná svolítið til allra, hún er alltaf að vera erfiðari,“ segir hann í samtali við Björtu Ólafsdóttur en „stétt fyrir stétt“ var slagorð Sjálfstæðisflokksins um langt skeið sem skapaði honum mjög víða skírskotun hjá íslenskum kjósendum á þeim tíma sem hann festi sig í sessi sem langstærsti stjórnmálaflokkur landsins. „Þú getur alltaf náð ákveðnum árangri með því að tala bara í sérhagsmunum, bara inn í þinn hóp og gera það þá nógu vel.“

Áskor­an­irn­ar sem nú­tíma­sam­fé­lög standa frammi fyr­ir vegna örra tækni­breyt­inga eru stór­ar og varða lyk­il­stofn­an­ir sam­fé­laga og stór mál­efni á borð við sjálfs­mynd­ir þjóða. Grín­ist­inn, rit­höf­und­ur­inn og sam­fé­lagsrýn­ir­inn Berg­ur Ebbi Bene­dikts­son er gest­ur Bjart­ar Ólafs­dótt­ur í Dag­málaþætti dags­ins þar sem þau ræða um framtíðina, tækni, stjórn­mál og þróun sam­fé­lags­ins.

Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins, en einnig er hægt að skoða þættina með því að kaupa vikupassa að vefút­gáfu blaðsins. Þætt­ina er að finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert