Ekkert smit greindist innanlands

Skimað er fyrir Covid-19 við Suðurlandsbraut.
Skimað er fyrir Covid-19 við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Þetta kemur fram á Covid.is. 80 manns eru núna í einangrun sem er fækkun um þrjá frá því í gær. Fimm greindust á landamærunum, þar af voru fjórir með virk smit. 

Tekin voru 1.444 sýni, þar af 688 hjá fólki með einkenni. 

Rétt eins og í gær eru tveir á sjúkrahúsi. 165 eru í sóttkví, sem er fækkun um 34 frá því í gær. 

Nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 12,3 og 6,5 á landamærunum.

63 eru núna í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, sem fækkun um þrjá frá því í gær. 8 eru í einangrun á Suðurlandi, 4 á Suðurnesjum, 2 á Vesturlandi, 1 á Austurlandi og 1 á Vestfjörðum. Eitt smit er óstaðsett. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert