Ísland grænt á ný, eitt Evrópuríkja

Kort/Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC)

Ísland er aft­ur orðið grænt á korti sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu, eitt Evr­ópu­ríkja. Stofn­un­in upp­fær­ir á hverj­um fimmtu­degi kort sem sýn­ir ný­gengi Covid-19-smita í Evr­ópu, að því er heil­brigðisráðuneytið grein­ir frá.

Græni lit­ur­inn er til marks um að 14 daga ný­gengi smita sé minna en 25 smit á hverja 100.000 íbúa.

„Þetta er ánægju­leg­ur vitn­is­b­urður um að sótt­varnaaðgerðir hér á landi duga vel, við erum á réttri leið og síðast en ekki síst fjölg­ar nú jafnt og þétt í hópi bólu­settra hér á landi,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra á vef ráðuneyt­is­ins. 

Alls hafa nú rúm­lega 67.000 ein­stak­ling­ar fengið bólu­setn­ingu hér á landi og þar af eru rúm­lega 28.000 full­bólu­sett­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert