Pétur Markan segir sig úr Samfylkingunni

Pétur Georg Markan.
Pétur Georg Markan. mbl.is/Árni Sæberg

Pétur G. Markan, upplýsingafulltrúi þjóðkirkjunnar, hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Þetta kemur fram í opnu bréfi hans til Samfylkingarinnar sem hann birti á facebooksíðu sinni rétt í þessu. 

Þar kemur fram að hann hefur verið þátttakandi í Samfylkingunni frá stofnun og sinnt margs konar trúnaðarstörfum fyrir hana. 

Ástæða úrsagnarinnar segir hann að sé breytt erindi flokksins. „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun.“

Lesa má bréf Péturs til Samfylkingarinnar hér: 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert