Höfuðborgarbúar fylgist með gasmengun á sunnudag

mbl.is/Kristinn Magnússon

Spár sýna að gasstrókurinn frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall leggst yfir höfuðborgarsvæðið á sunnudaginn, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

„Samkvæmt spálíkani Veðurstofu Íslands er líklegt að gasmengun frá eldgosinu í Geldingadölum leggi til höfuðborgarinnar á sunnudaginn. Suðvestlægir vindar verða ríkjandi á sunnudaginn og því er skynsamlegt að vera á varðbergi gagnvart þessari mengun sem gæti staðið yfir mest allan daginn,“ segir í tilkynningunni. 

Vísað er til fyrri leiðbeininga og mælt með að fólk fylgist með stöðu loftgæða á loftgæðasíðu umhverfisstofnunar og með spá um gasdreifingu hjá veðurstofu íslands.

Frekari upplýsingar er einnig að finna á vef almannavarna.

Líkleg mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs (SO2) í Reykjavík

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert