„Ég er bara ellilífeyrisþegi“

Jónas Haraldsson, ellilífeyrisþegi og fyrrum lögmaður sem nú er á …
Jónas Haraldsson, ellilífeyrisþegi og fyrrum lögmaður sem nú er á svörtum lista kínverskra yfirvalda. Ljósmynd/Aðsend

„Ég á ekki pen­ing í Kína og er ekk­ert að fara þangað,“ seg­ir Jón­as Har­alds­son, elli­líf­eyr­isþegi sem lenti á svört­um lista stjórn­valda í Kína í gær. 

Eft­ir yf­ir­lýs­ingu kín­verska sendi­ráðsins á Íslandi er ljóst að þving­un­araðgerðirn­ar sem Jón­as sæt­ir eru svar kín­verskra yf­ir­valda við til­von­andi þátt­töku Íslands í þving­un­araðgerðum gagn­vart kín­versk­um lögaðilum og ein­stak­ling­um sem tengj­ast mann­rétt­inda­brot­um í Xinjiang-héraði á úíg­úra-múslim­um. 

„Þetta hef­ur eng­in áhrif á mig. Ég svo sem vissi að Kín­verj­arn­ir væru ekk­ert hress­ir með skrif­in mín enda oft stund­um svo­lítið djúpt í ár­inni og svona. Þannig að það kom mér ekk­ert á óvart að ég væri ekki á vin­sældal­ist­an­um. En svo er þetta bara aðferð sem þeir virðast nota úti um allt,“ seg­ir Jón­as.

Stein­hissa á að skrif­in skuli hafa flækst inn í deil­una

Hann kveðst stein­hissa á því að hans skrif hafi flækst inn í ákveðna milli­ríkja­deilu. Hann hef­ur bæði skrifað um frá­gang kín­verska sendi­ráðsins á fyrra hús­næði sendi­ráðsins, kín­verska ferðamenn og tengsl Covid-19 og Kína. Hann taldi þess vegna að vera hans á svarta list­an­um væri per­sónu­leg.

„Þetta eru bara ein­hver stöðluð aðferð. Ef Ísland hefði ekki farið út í að mót­mæla meðferð þeirra á Úíg­úr­um hefðu þeir lík­lega ekki beitt sér svona gegn mér,“ seg­ir Jón­as. 

Hann seg­ir að ekki hafi staðið til að stunda viðskipti við kín­verska banka.

„Það að fara á svart­an lista, það er alltaf sér­stakt, hjá fjöl­menn­asta ríki í heim­in­um. Að ég sé að trufla þá eitt­hvað. Ég er bara elli­líf­eyr­isþegi, ég var ekk­ert að fara að leggja líf­eyr­inn minn inn í kín­verska banka hvort eð er.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert