Ingibjörg mun leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi

Ingibjörg Ólöf Isaksen mun leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Ingibjörg Ólöf Isaksen mun leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Ljósmynd/Aðsend

Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri læknastofa Akureyrar, sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti varð Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður flokksins.

Póstkosning fór fram um efstu sex sætin á lista flokksins dagana 1. til 31. mars og voru 2.207 á kjörskrá.

Niðurstöður kosninganna eru eftirfarandi:

  1. sæti: Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar. Hún fékk 612 atkvæði í 1. sæti
  2. sæti: Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Fáskrúðsfirði. Hún fékk 529 atkvæði í 1.-2. sæti 
  3. sæti: Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi Grýtubakkahreppi. Hann fékk 741 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. sæti: Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps. Hann fékk 578 atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. sæti: Halldóra Hauksdóttir, lögmaður Akureyri. Hún fékk 547 atkvæði í 1.-5. sæti
  6. sæti: Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi Kelduhverfi. Hann fékk 496 atkvæði í 1.-6. sæti.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Karítas Ríkharðsdóttir, blaðamaður Raufarhöfn, og Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur Egilsstöðum, gáfu einnig kost á sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert