Jónas Haraldsson, ellilífeyrisþegi sem lenti á svörtum lista stjórnvalda í Kína á fimmtudag, kveðst steinhissa á því að skrif hans hafi flækst inn í ákveðna milliríkjadeilu.
Í yfirlýsingu sem sendiráð Kína sendi frá sér í gær er staðfest að þvingunaraðgerðin gagnvart Jónasi sé svar Kína við þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum gagnvart kínverskum einstaklingum og lögaðilum sem taka þátt í mannréttindabrotum í Xinjiang-héraði gagnvart úígúramúslimum.
Jónas taldi áður að vera hans á svarta listanum væri persónuleg, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.