Girðing á Holtavörðuheiði dugar ekki til

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á fundinum í dag.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, seg­ir mik­il­vægt að stjórn­völd setji á fót far­sótt­ar­stofn­un til að tak­ast á við smit­sjúk­dóma framtíðar­inn­ar. 

Spurður út í viðbrögð stjórn­valda við hug­mynd hans um stofn­un­ina, sem fyrst var greint frá á síðasta ári, seg­ir Kári að þau hafi verið í eins kon­ar sjokki, sem sé eðli­legt. Stjórn­völd hafi verið að bregðast við stór­um vanda og nota það litla fé sem til er til að glæða at­vinnu­lífið nýju lífi. Þetta verk­efni bíði frek­ar stjórn­valda þegar komi fram á haust.  

„Við verðum að setja eitt­hvað svona sam­an. Það er ekki hægt að stóla á það að svona einka­fyr­ir­tæki verði til þess að tak­ast á við þetta,“ seg­ir Kári.

Ráðherrarnir Bjarni Benediktson og Katrín Jakobsdóttir ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni …
Ráðherr­arn­ir Bjarni Bene­dikt­son og Katrín Jak­obs­dótt­ir ásamt Þórólfi Guðna­syni sótt­varna­lækni á fund­in­um í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann seg­ir erfitt að gera uppi á milli barn­anna sinna þegar hann er beðinn um að nefna það sem hon­um fannst standa upp úr á fundi dags­ins þar sem kynnt­ar voru niður­stöður rann­sókna vís­inda­manna fyr­ir­tæk­is­ins á Covid-19. Hann seg­ir þá hafa unnið dag og nótt við rann­sókn­irn­ar og staðið sig með mik­illi prýði. 

„Mér finnst mjög at­hygl­is­vert hvernig við höf­um búið til for­send­ur fyr­ir al­menni­legri smitrakn­ingu. Að raðgreina veiruna úr hverj­um ein­asta manni sem hef­ur sýkst og nýta síðan stökk­breyt­ing­ar­mynstrið til að rekja hvernig veir­an breiðist út,“ seg­ir Kári.

„Í dag get­um við sagt nokk­urn veg­inn ná­kvæm­lega hver smitaði hvern og hverj­ir smituðust af sama ein­stak­lingn­um, það er að segja hverj­ir mynda eina ein­ingu. Við get­um kallað það hópsmit þar sem all­ir hafa sýkst af sama af­brigði veirunn­ar. Ef Pét­ur og Jón hafa sýkst og við erum að reyna að finna út hvort var það Pét­ur sem smitaði Jón eða Jón Pét­ur. Ef Pét­ur er með eina stökk­breyt­ingu í viðbót við það sem finnst í Jóni er al­veg ljóst að Jón hef­ur smitað Pét­ur. Það er ósköp ein­föld lógík,“ grein­ir hann frá.

Hilma Hólm og Erna Ívarsdóttir ræða við Kára Stefánsson á …
Hilma Hólm og Erna Ívars­dótt­ir ræða við Kára Stef­áns­son á fræðslufundi Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar fyrr í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann seg­ir það mjög at­hygl­is­vert að sjá hvernig Kristján Eld­járn Hjör­leifs­son doktorsnemi og Sölvi Ragn­ars­son stærðfræðing­ur settu sam­an aðferð við að reyna að skilja þriðju bylgj­una og nýttu sér til þess m.a. raðgrein­ing­ar- og smitrakn­ing­ar­gögn. Hann seg­ir vinnu Daní­els Fann­ars Guðbjarts­son­ar og Þór­unn­ar Á. Ólafs­dótt­ur ónæm­is­fræðings mjög flotta en þau rann­sökuðu frumu­bundið of­næmi og mót­efna­svar við veirunni. Einnig seg­ir hann rann­sókn þeirra Hilmu Hólm hjarta­lækn­is og Ernu Ívars­dótt­ur töl­fræðings á lang­tíma­af­leiðing­um veirunn­ar afar at­hygl­is­verða.

„Mun­ur­inn á ann­ars veg­ar þess­um miklu ein­kenn­um sem er það sem sjúk­ling­ur­inn kvart­ar und­an og hins veg­ar þess­um ör­fá­um hlut­um sem hægt er að mæla bend­ir til þess að áhrif sýk­ing­ar­inn­ar á and­legt ástand fólks virðist skipta mjög miklu máli,“ seg­ir hann.

Sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Sótt­varna­lækn­ir á fund­in­um í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Nöldr­ar“ í stjórn­völd­um um far­sótt­ar­stofn­um

„En það sem stend­ur upp úr er mik­il­vægi þess að vera með vís­inda­vinnu á þess­um level í okk­ar sam­fé­lagi. Að vera með þá getu sem þarf bæði hvað snert­ir tæki og síðan mann­skap til að geta tekið á móti svona verk­efni eins og þessu. Ég er bú­inn að vera að nöldra í stjórn­völd­um í eitt ár að setja upp far­sótt­ar­stofn­un sem ég held að við þurf­um á að halda og ég held að öll lönd í heim­in­um þurfi á að halda núna vegna þess að þegar svona lagað sprett­ur upp þá verðum við að geta tek­ist á við það,“ held­ur Kári áfram.

Hann seg­ir veir­ur alltaf hafa sprottið upp í heim­in­um en ástæðan fyr­ir því að þessi hafi orðið svona stórt vanda­mál sé sú hversu heim­ur­inn er orðinn lít­ill. „Menn eru að fær­ast á milli með svo mikl­um hraða og í svo mikl­um fjölda að ef svona veirupest sprett­ur upp á ein­um stað þá kem­urðu ekki í veg fyr­ir að hún breiðist út um heim­inn með því að setja upp smá girðingu uppi á Holta­vörðuheiði. Þetta er orðinn gíf­ur­leg­ur vandi þegar svona lagað kem­ur upp og öll lönd í þess­um heimi verða að vera reiðubú­in til að tak­ast á við það.“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á fundinum í dag.
Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, á fund­in­um í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Tryll­ings­lega gam­an“

Kári viður­kenn­ir að lok­um hversu ofboðslega gam­an hon­um hafi fund­ist að vinna að rann­sókn­um á kór­ónu­veirunni. „Það er búið að verið al­veg tryll­ings­lega gam­an. Eft­ir að hafa verið bú­inn að vinna við lækn­is­fræðirann­sókn­ir í 45 ár, að alltaf þegar maður byrj­ar á nýj­um sjúk­dómi spyr maður sig hvað er búið að gera í þess­um sjúk­dómi. Allt í einu fær maður í fangið sjúk­dóm sem ekk­ert er vitað um. Það er ekki hægt að finna neitt meira spenn­andi,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert