Páskagígar þurrausnir

Sprunga sem opnaðist á öðrum degi páska, 5. apríl.
Sprunga sem opnaðist á öðrum degi páska, 5. apríl. mbl.is/Ólafur Þórisson

Tveir nyrstu gíg­ar eld­goss­ins í Geld­inga­döl­um við Fagra­dals­fjall eru hætt­ir að gjósa. Eru það gíg­arn­ir tveir sem mynduðust á öðrum degi páska. Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stof­unni, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is og seg­ir Birgi Óskars­son jarðfræðing fyrst­an hafa tekið eft­ir því á flugi yfir svæðið í gær. 

Ómögu­legt er að segja til um hvaða þýðingu það hafi fyr­ir gosið. Hvort þetta marki upp­hafið að enda­lok­un­um eða ekki. „Hingað til hef­ur hraun­flæðið verið nokkuð stöðugt þó að nýir gíg­ar hafi opn­ast,“ seg­ir Salóme.

14 millj­ón­ir rúm­metra

Mánuður er í dag liðinn frá því gos hófst og er heild­ar­rúm­mál hrauns­ins orðið 14 millj­ón­ir rúm­metra, eða sem nem­ur 14.000 Laug­ar­dals­laug­um. Nú eða tólf­földu rúm­máli Wembley-leik­vangs­ins á Englandi. Flat­ar­mál hrauns­ins er 0,9 fer­kíló­metr­ar.

Frá upp­hafi goss hef­ur meðal­rennsli þess verið um 5,6 rúm­metr­ar á sek­úndu, en síðustu vik­una hef­ur það þó verið nokkuð meira eða tæp­ir 8 rúm­metr­ar á sek­úndu. Þetta þykir ekki mikið.

Í til­kynn­ingu frá Jarðvís­inda­stofn­un HÍ seg­ir að sam­an­b­urður við önn­ur gos sýni að þrátt fyr­ir aukn­ing­una sé rennsli goss­ins aðeins um helm­ing­ur þess sem kom að meðaltali upp fyrstu tíu dag­ana á Fimm­vörðuhálsi vorið 2010, og tald­ist það gos þó lítið. Er það til marks um það hversu lítið þetta vin­sæla gos er, eins og hef­ur verið klifað á.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert