21 smit innanlands – þrjú utan sóttkvíar

Mynd úr safni - fólk að bíða eftir skimun við …
Mynd úr safni - fólk að bíða eftir skimun við Covid-19 á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindist 21 með Covid-19 innanlands í gær. Þrír þeirra voru utan sóttkvíar. Nú eru 113 í einangrun og 517 eru í sóttkví. Alls eru 827 í skimunarsóttkví og tveir á sjúkrahúsi. Í gær voru 97 í einangrun og 386 í sóttkví. Mjög margir komu í sýnatöku í gær eða 4.051 einstaklingur innanlands en 403 á landamærunum. Af þeim sem voru skimaðir innanlands í gær voru 815 skimaðir af Íslenskri erfðagreiningu.

Einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar á landamærunum en ekkert staðfest smit greindist þar í gær.  

Smit­um meðal ungra barna hef­ur fjölgað hratt undanfarna daga en alls er 41 barn í einangrun með kórónuveiruna á Íslandi í dag. Eitt barn á fyrsta ári er með smit, 23 smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 14 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og þrjú í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 14 smit, 19 smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára, 17 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára, 15 smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, fimm meðal fólks á sjö­tugs­aldri og tveir á átt­ræðis­aldri eru með Covid-19.  



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert