Hertar aðgerðir hjá löndum með hærra nýgengi smita

Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag.
Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt til að aðgerðir á landa­mær­un­um vegna kór­ónu­veirunn­ar verði hert­ar hjá þeim lönd­um þar sem ný­gengi smita er meira en 1.000 á hverja 100 þúsund íbúa. Þar sem ný­gengið er 750 á hverja 100 þúsund íbúa verður al­menna regl­an að ferðamenn fari í sótt­varna­hús en hægt verður að sækja um und­anþágu þess efn­is.

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra á blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Dóms­málaráðherra mun einnig fá heim­ild til að banna ónauðsyn­leg­ar ferðir frá lönd­um þar sem ný­gengi smita er um­fram 1.000 á hverja 100 þúsund íbúa.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundinum.
Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra á fund­in­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Það eru mik­il von­brigði að afar fá­menn­ur hóp­ur sem hef­ur ekki verið að virða gild­andi regl­ur geti valdið eins mik­illi rösk­un og raun ber vitni í sam­fé­lag­inu. Við því verðum við nauðsyn­lega að bregðast,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra á fund­in­um.

Hol­land, Frakk­land, Pól­land og Ung­verja­land eru þau fjög­ur Evr­ópu­lönd sem eru með ný­gengi smita yfir 1.000 á hverja 100 þúsund íbúa, sagði Katrín í sam­tali við RÚV.

1. júní ætl­ar rík­is­stjórn­in að inn­leiða svæðis­bundið áhættumat sem bygg­ir á litakóðun­ar­kerfi ESB en er samt sjálf­stætt mat inn­lendra sér­fræðinga á stöðunni í lönd­un­um í kring­um okk­ur.

Þangað til verða hert­ar aðgerðir á landa­mær­un­um um leið og frum­vörp þess efn­is hafa verið samþykkt á Alþingi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra og Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Katrín sagði á fund­in­um að áhættumatið 1. júní miðist við aukna bólu­setn­ingu eldri hópa hér á landi. Það dragi úr al­var­leg­um áhrif­um far­ald­urs­ins með færri inn­lögn­um á sjúkra­hús eft­ir því sem fleiri eldri ein­stak­ling­ar séu bólu­sett­ir. Hún nefndi að 1. maí verði allt fólk 70 ára og eldri komið með að minnsta kosti fyrri skammt bólus­efn­is hér á landi.

„Á meðan við erum að ná þess­um mark­miðum er mik­il­vægt að herða ráðstaf­an­ir á landa­mær­um,“ sagði hún.

Stefna okk­ar frá upp­hafi hef­ur verið að vernda heilsu lands­manna en lág­marka efna­hags­leg áhrif af völd­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, sagði hún einnig.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert