118 sóttkvíarbrot á borði lögreglu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Alls hafa 118 mál komið til kasta lögreglu vegna brota á sóttkví og einangrun frá því faraldurinn braust út. Þar af 24 slík brot á þessu ári. Öll þessi mál tengjast landamærunum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á sóttvarnalögum og lögum um útlendina á Alþingi, rétt í þessu.

Svandís fór yfir hvernig Íslendingar hafa lært af reynslunni að lítið megi út af bregða svo smitum fjölgi ört í samfélaginu.

„Það nægir að einn einstaklingur fylgi ekki reglum um sóttkví, til að hrinda af stað stórri hópsýkingu og jafnvel nýrri bylgju,“ sagði Svandís. 

„Samkvæmt upplýsingum smitrakningarteymis sóttvarnalæknis og almannavarna greindust á tímabilinu 1. febrúar til 1. apríl síðastliðinn virk 202 Covid-19-smit á Íslandi, af þeim greindust 105 á landamærum og 97 innanlands,“ kom fram í máli Svandísar sem færði rök fyrir að heimild þyrfti að vera í lögum fyrir harðari sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands. 

Fyrsta umræða um frumvarpið fer nú fram á Alþingi. Vonir standa til að klára afgreiðslu þess í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka