Stór hluti þjóðarinnar hnepptur í fjötra

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Inga Sæland, þingmaður og …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins. Ljósmynd/Samsett

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, út í ábat­ann af því að „taka í fangið þrjár bylgj­ur af þess­um and­styggðarfar­aldri með öll­um þeim hörm­ung­um sem hafa fylgt í kjöl­farið“.

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi spurði hún hvernig sé hægt að rétt­læta meðal­hóf þegar stór hluti þjóðar­inn­ar hafi verið hneppt­ur í fjötra síðan far­ald­ur­inn hófst. Nú sé tíma­bært að sjá kostnaðinn af því að standa í landa­mæra­skimun­um og öðrum aðgerðum sem miði við að „taka á móti ör­fá­um ferðamönn­um sem eiga að bjarga 10% hag­kerf­is­ins sem í raun og veru mega og eiga að vera á ís fyr­ir þau tæp­lega 90% sem við höf­um getað haldið gang­andi sjálf“.

„Ýmis­legt fallið með okk­ur“

Bjarni sagði að nær væri að tala um hversu mikla vernd yf­ir­völd hafi náð að byggja upp fyr­ir líf og heilsu fólks með aðgerðunum sem gripið hafi verið til. Eft­ir því hafi verið tekið hvernig til hef­ur tek­ist hér á landi.

„Eitt af því sem við skul­um muna í þessu sam­bandi er að þegar við fór­um í fyrstu aðgerðir okk­ar lá ekk­ert fyr­ir um það hvort bólu­efni kæmi yf­ir­höfuð. Menn höfðu spáð því að það gæti mögu­lega gerst seint á ár­inu 2021. En eft­ir því sem tím­inn hef­ur liðið þá hef­ur ým­is­legt fallið með okk­ur, t.d. það að menn skyldu hafa unnið það krafta­verk að fram­leiða bólu­efni sem geta komið að gagni á skömm­um tíma,“ sagði Bjarni.

Kallaði aðgerðirn­ar fúsk

Inga kallaði aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar fúsk og vitnaði þar í viðmæl­anda þátt­ar­ins Silfrið á RÚV. Bjarni vísaði því á bug og sagði fáa vera í liði með henni í þeim efn­um. Árang­ur­inn tali sínu máli. Inn­lögn­um á gjör­gæslu hafi verið haldið í al­gjöru lág­marki í lang­an tíma og einka­neysla hafi verið um­fram spár. Bjart­sýni ríki jafn­framt í at­vinnu­líf­inu. „Það er að fara að birta til og eng­in ástæða til að fara á taug­um á loka­metr­un­um,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert