Vín frá hernumdu svæði sagt vera frá Ísrael

Hér má sjá merkingu vínsins sem um ræðir.
Hér má sjá merkingu vínsins sem um ræðir. Ljósmynd/Ísland-Palestína

Vín frá héraðinu Psagot á Vesturbakkanum í Palestínu er fáanlegt í vínbúðum ÁTVR en er þar ranglega merkt, að sögn félagsins Íslands-Palestínu. Á umbúðum vínsins stendur að vínið sé frá hinu forna Ísrael en ekki landtökubyggð Ísraelsmanna á því landi sem Palestínumenn hafa verið hraktir burt frá.

Í tilkynningu frá Íslandi-Palestínu segir að á vefsíðu ÁTVR standi að vínið sé frá Ísrael og upprunastaður þess sé Jerúsalem. Þetta segir félagið Ísland-Palestína vera tilraun til að blekkja neytendur. Svo virðist sem búið sé að taka upplýsingar um upprunaland vínsins út og nú stendur að „engar upplýsingar“ séu tiltækar um það.

Upplýsingar um upprunaland vínsins eru ekki tiltækar á vef ÁTVR, …
Upplýsingar um upprunaland vínsins eru ekki tiltækar á vef ÁTVR, en þó stendur enn að vínið sé frá Jerúsalem. Ísland-Palestína segir að áður hafi staðið að Ísrael væri upprunaland vínsins. Skjáskot/ÁTVR

ÁTVR/Vínbúðin er eitt þeirra fyrirtækja sem starfa samkvæmt Global Compact-sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Global Compact er alþjóðleg yfirlýsing sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttöku skuldbinda þau sig til þess að vinna að tíu grundvallarviðmiðum er varða samfélagslega ábyrgð. Fyrstu atriði sáttmálans eru: 1. Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda 2. Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot,“ segir meðal annars í tilkynningu Íslands-Palestínu um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert