Umdeilanlegt að höfða mál gegn starfsmönnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæði for­sæt­is- og fjár­málaráðuneytið hafa verið með til skoðunar að sett­ar verði regl­ur um skaðleysi op­in­berra starfs­manna en verk­efnið er stutt á veg komið. Um­deil­an­legt er að Sam­herji skuli hafa höfðað mál gegn ein­staka starfs­mönn­um Seðlabank­ans frem­ur en að beina sjón­um sín­um að stofn­un­inni sem slíkri. Þetta seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra.

Banka­stjóri að vernda sína starfs­menn

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri furðaði sig á því í sam­tali við Stund­ina hvers vegna lög­regl­an hafi ekki vísað frá kæru Sam­herja á hend­ur fimm nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­mönn­um bank­ans vegna rann­sókn­ar bank­ans á meint­um brot­um fyr­ir­tæk­is­ins á lög­um um gjald­eyr­is­mál.

Spurð út í um­mæl­in seg­ir Katrín að Ásgeir sé að vernda sína starfs­menn. „Það er um­deil­an­legt þegar stór­fyr­ir­tæki eru í mála­ferl­um við ein­staka starfs­menn frem­ur en að beina sjón­um sín­um að stofn­un­inni sem slíkri. Hins veg­ar er búið að fjalla um þetta mál fram og til baka og það hef­ur verið bent á að stjórn­sýsla bank­ans hefði mátt vera betri í þess­um mál­um og að á henni hafi verið ágall­ar. En það má líka spyrja sig, ef fólk er að vinna sam­kvæmt bestu vit­und, hvort það sé eðli­legt að fara í slík mála­ferli,“ seg­ir Katrín.

Umboðsmaður Alþing­is gagn­rýndi stjórn­sýslu bank­ans á sín­um tíma og bankaráð Seðlabank­ans gaf álit sitt síðar þar sem tekið var und­ir gagn­rýn­ina.

Katrín nefn­ir að sam­ein­ing Seðlabank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins fyr­ir rúmu ári hafi styrkt getu stofn­un­ar­inn­ar til að tak­ast á við flók­in eft­ir­lits­verk­efni. „Ég held að það sé lyk­il­atriði og ég tel að við höf­um að ein­hverju leyti brugðist við því sem gagn­rýnt var hjá Seðlabank­an­um,“ grein­ir hún frá.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Víðtæk­ari regl­ur um op­in­bera starfs­menn 

Katrín bend­ir á að Seðlabank­inn hafi nefnt það í tengsl­um við frum­varp um gjald­eyr­is­mál sem er núna til meðferðar á Alþingi hvort hægt væri að setja inn í það ákvæði um skaðleysi starfs­manna bank­ans. Ákveðið var að gera það ekki þar sem slík­ar regl­ur ættu að vera víðtæk­ari. Skoða þyrfti heild­stætt op­in­bera starfs­menn í þeim efn­um en ekki bara starfs­menn Seðlabank­ans. Nefn­ir Katrín sem dæmi heil­brigðis­starfs­fólk, sem hef­ur einnig kallað eft­ir úr­bót­um. „Á að vera hægt að höfða mál gegn hjúkr­un­ar­fræðingi sem ger­ir mis­tök í vinn­unni?“  

Hún bend­ir á að hún sé búin að leggja fram frum­vörp sem hafi orðið að lög­um, m.a. um vernd upp­ljóstr­ara og um tján­ing­ar­frelsi og þagn­ar­skyldu op­in­berra starfs­manna. Engu að síður þyrfti að skoða hver beri ábyrgðina í ákveðnum mál­um, hvort það hafi verið stofn­un­in eða starfsmaður­inn.

„Voru þeir að vinna vinn­una sína eða voru þeir að ganga óhóf­lega fram? Það er mats­atriði. Hver er ábyrgð for­stöðumanns­ins gagn­vart þeim starfs­mönn­um?“ spyr Katrín og á þar al­mennt við op­in­bera starfs­menn.

Stjórnarráð Íslands.
Stjórn­ar­ráð Íslands. mbl.is/Ó​feig­ur

Mál­in rædd í ráðuneyt­un­um

Spurð hvenær væri hægt að ráðast í slík­ar úr­bæt­ur seg­ir hún að það taki tíma. Fara þurfi „kateg­orískt“ yfir op­in­bera starfs­menn og meta í leiðinni hversu langt slíkt skaðleys­isákvæði myndi ná. „Þetta er tölu­vert mikið verk­efni og við erum að ræða þetta inn­an­dyra hér,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við að það sé einnig til umræðu í fjár­málaráðuneyt­inu því op­in­ber­ir starfs­menn heyri und­ir það. „Þetta er ekki verk­efni sem er langt komið en hef­ur verið aðeins til skoðunar.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra kem­ur af rík­is­stjórn­ar­fundi í Ráðherra­bú­staðnum. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Aukið gagn­sæi mik­il­vægt

Seðlabanka­stjóri seg­ir í viðtal­inu að Íslandi hafi að miklu leyti verið stjórnað af hags­muna­hóp­um sem fari sínu fram gegn veik­um rík­is­stofn­un­um. 

Katrín nefn­ir í þessu sam­hengi frum­varp sem var samþykkt um varn­ir gegn hags­muna­árekstr­um þar sem í fyrsta sinn var gert ráð fyr­ir skrán­ingu hags­muna­varða. „Þetta er eitt af ein­kenn­um vest­rænna sam­fé­laga. Hag­munaaðilar eru að beita sér. Oft­ast er það eðli­legt sam­spil en með því að auka gagn­sæi í kring­um þetta held ég að dragi úr hættu á að hags­munaðilar hafi of mik­il áhrif,“ seg­ir hún og tal­ar um verka­lýðshreyf­ing­ar, at­vinnu­hreyf­ing­ar og fé­laga­sam­tök sem beiti sér í hinum ýmsu mál­um. „Að taka þetta upp á yf­ir­borðið er kannski fyrsta skrefið í að auka umræðuna um hver þessi hags­muna­áhrif eigi að vera,“ seg­ir for­sæt­is­ráðherr­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert