60 þúsund í áhættuhópi vegna Covid-19

Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar á Suðurlandsbaut.
Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar á Suðurlandsbaut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru 60 þúsund Íslendingar skilgreindir af sóttvarnalækni í forgangshóp 7. Í honum er fólk með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem er í sérstökum áhættuhópi vegna Covid-19.

Þetta kemur fram í svari verkefnisstjóra á sóttvarnasviði landlæknis við fyrirspurn RÚV.

Byrjað var að bólusetja þennan forgangshóp í þessari viku. Stefnt er að því að bólusetningunni ljúki í lok maí.  

Hlutverk sóttvarnalæknis er að skilgreina hverjir tilheyra þessum hópi. Í svari verkefnisstjórans kemur fram að einhverjir í hópnum tilheyri einnig öðrum forgangshópum sem hafi verið framar í röðinni vegna bólusetningar og hafi því verið bólusettir fyrr en ella.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert