60 þúsund í áhættuhópi vegna Covid-19

Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar á Suðurlandsbaut.
Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar á Suðurlandsbaut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru 60 þúsund Íslend­ing­ar skil­greind­ir af sótt­varna­lækni í for­gangs­hóp 7. Í hon­um er fólk með und­ir­liggj­andi lang­vinna sjúk­dóma sem er í sér­stök­um áhættu­hópi vegna Covid-19.

Þetta kem­ur fram í svari verk­efn­is­stjóra á sótt­varna­sviði land­lækn­is við fyr­ir­spurn RÚV.

Byrjað var að bólu­setja þenn­an for­gangs­hóp í þess­ari viku. Stefnt er að því að bólu­setn­ing­unni ljúki í lok maí.  

Hlut­verk sótt­varna­lækn­is er að skil­greina hverj­ir til­heyra þess­um hópi. Í svari verk­efn­is­stjór­ans kem­ur fram að ein­hverj­ir í hópn­um til­heyri einnig öðrum for­gangs­hóp­um sem hafi verið fram­ar í röðinni vegna bólu­setn­ing­ar og hafi því verið bólu­sett­ir fyrr en ella.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka