Sóttvarnabrot á árshátíð á Austurlandi

Lögreglan á Austurlandi hvetur fólk til að sýna aðgát þegar …
Lögreglan á Austurlandi hvetur fólk til að sýna aðgát þegar kemur að sóttvarnatakmörkunum. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Árshátíð var haldin á Austurlandi á föstudagskvöld og var lögreglu gert viðvart um að mögulega væri ekki verið að virða fjöldatakmarkanir. Lögreglan á Austurlandi hóf rannsókn á málinu og tilkynnti um það á Facebook-síðu sinni í dag. Rannsókn málsins er nú lokið og verður það sent til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um framhaldið.

Lögregluembættið kveðst tilkynna þetta með þessum hætti til þess að vekja athygli á því að sektir við sóttvarnalagabrotum sem þessu skulu, samkvæmt lögum, vera 250-500 þúsund krónur.

Lögregluembættið hvetur til þess að íbúar Austurlands og víðar sýni sérstaka aðgát við samkomur og segir jafnframt að hægt sé að senda fyrirspurn til aðgerðastjórnar almannavarnanefndar á Austurlandi ef vafi leikur á um túlkun sóttvarnareglna.  

Meint sóttvarnabrot, – rannsókn Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld....

Posted by Lögreglan á Austurlandi on Mánudagur, 26. apríl 2021
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka