Beint: Tólfta Umhverfisþingið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ásamt Sigurði Inga Jóhannsyni, …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ásamt Sigurði Inga Jóhannsyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umhverfisþing fer fram í dag í tólfta sinn og hefst þingið klukkan 13. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2018 sem þingið er haldið. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í beinni útsendingu hér neðar í fréttinni. 

Viðburðurinn hefst með ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, áður en hann veitir því fyrirtæki sem hefur sýnt fram á framúrskarandi umhverfisstarf á árinu Kuðunginn. Einnig mun ráðherrann útnefna Varðliða umhverfisins, viðurkenningu sem veitt er grunnskólanemum fyrir verkefni á sviði umhverfismála.


Dagskráin heldur áfram með ávarpi Inger Andersen, framkvæmdastjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Síðan taka við tvær málsstofur þar sem fjallað er um og rædd umhverfismál samtímans. Í fyrri málstofunni verður fjallað um lausnir í loftslagsmálum og hringrásarhagkerfið. Meðal viðmælenda í þeirri málstofu verður Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, en fyrirtækið hefur nýlega hafið byggingu móttöku- og förgunarmiðstöðvar fyrir koldíoxíð í Straumsvík.

Í seinni málstofunni, sem hefst rétt fyrir þrjú, verður fjallað um náttúruvernd. Meðal viðmælenda sem taka þátt í þeirri málsstofu er Þórunn W. Pétursdóttir, sviðsstjóri sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni sem ræðir vernd og endurheimt vistkerfa. Þórunn er fyrrverandi aðstoðarmaður Bjartar Ólafsdóttir þegar hún sat í embætti umhverfis- og auðlindaráðherra árið 2017. Þórunn er nú í öðru sæti framboðslista Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í haust. Viðburðinum lýkur klukkan fjögur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert