Örfáir einstaklingar sem hafa fengið eina bólusetningu hafa greinst með veiruna í nefkoki.
Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í skriflegu svari til mbl.is. Bólusetningu 70 til 79 ára er lokið hér á landi en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að möguleiki sé á því að smitast stuttu eftir bólusetningu.
Tveir á aldrinum 70 til 79 ára greindust um helgina með Covid-19.