Jarðskjálfti varð 1,2 kílómetra suðsuðvestur af Keili klukkan 04:57 í nótt. Skjálftinn var 3,2 að stærð. Um er að ræða stærsta skjálftann í nokkurn tíma.
„Það hefur verið virkni þarna á svæðinu á milli Litla-Hrúts og Keilis. Það þýðir bara að við erum enn að mæla skjálfta ofan á kvikuganginum,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Hann segir Veðurstofuna halda áfram að fylgjast með stöðunni.