„Ég hef ekki fundið fyrir neinu“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Laugardalshöll í gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Laugardalshöll í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki fundið fyrir neinum aukaverkunum eftir að hann var bólusettur við kórónuveirunni með bóluefni AstraZeneca í gær.

„Ég er hálfpartinn að vonast til þess að ég fái einhverjar aukaverkanir. Þá hef ég svona sönnun fyrir því að bóluefnið er að virka,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna.

„Ég hef ekki fundið fyrir neinu, enn sem komið er.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka