Börn og fullorðnir sem tengjast hópsmitum hafa fengið öfgafull skilaboð, rasísk og verða nánast fyrir einelti úti á götu, eingöngu af því að þau eru frá ákveðnu landi.
Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi almannavarna.
„Við erum í þessu saman, sama hvaðan við komum,“ sagði Víðir og bætti við að ekki ætti að dæma alla fyrir eitthvað sem örfáir hafa gert en ítrekað hefur verið greint frá því að hópsmit undanfarna daga megi rekja til sóttkvíarbrota á landamærum.
„Við berum öll ábyrgð,“ sagði Víðir.