Óútskýrt mistur yfir landinu

Margir fengu þá hugmynd að nýta morguninn í gær til …
Margir fengu þá hugmynd að nýta morguninn í gær til ferðar á Esjuna. Útsýnið var einstakt þótt þurramistur væri enn greinilegt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var ekki dónalegt útsýnið sem blasti við göngu- og hlaupagörpum á Esjunni í gærmorgun. Talsverð umferð var af fólki árla morguns enda veður gott. Enn mátti þó greina leifar af mistri sem verið hefur yfir höfuðborginni og víðar um landið í vikunni.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að um sé að ræða þurramistur sem hvorki verði rakið til eldgossins í Geldingadölum né til foks frá söndum hér á landi eða svifryks frá umferð.

„Það er búið að vera hæglátt veður undanfarið og þetta mistur hefur sennilega verið á hringsóli í loftinu í einhverja daga eða vikur,“ segir veðurfræðingurinn í  Morgunblaðinu í dag.

„Líklega er þetta reykur kominn mjög langt að og í hægum vindum háloftanna er þynningin minni en alla jafna. Mögulega eru þetta fínagnir sem haldist hafa á lofti og sveimað um á hringsóli, þess vegna í vikur. Uppruninn er hins vegar mjög sennilega vegna bruna á jörðu niðri eða iðnaðarmengunar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert