„Klaufaleg stjórnsýsla og groddaraleg aðgerð“

Laugavegurinn.
Laugavegurinn. Ljósmynd/mbl.is

„Laugavegurinn er orðin mjög löng harmsaga. Þegar verið er að loka Laugaveginum sífellt til skamms tíma eða til eilífðar,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um þá furðulegu stöðu sem upp er komin varðandi umferð um Laugaveg í samtali við mbl.is.

Greint var frá því í dag að tímabundin lokun Laugavegsins fyrir akandi umferð rennur út á miðnætti. Ekki tókst að afgreiða framlengingu í skipulags- og samgönguráði né í borgarráði svo að taka þarf ákvörðun um framlengingu í borgarstjórn, á fundi á þriðjudaginn. 

Skammtímalokun ekki til skamms tíma

Þannig er Laugavegur tæknilega séð opinn fyrir umferð bíla frá og með miðnætti og þangað til að annað verður samþykkt. 

„Þessi skammtímalokun á nú að gilda út árið, svo að mér finnst hún ekkert sérstaklega stutt,“ segir Eyþór. 

„Þetta finnst mér vera bæði mjög klaufaleg stjórnsýsla og groddaraleg aðgerð, að kalla þetta skammtímalokun.“

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavík.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyþór greiddi atkvæði gegn framlengingu tímabundinnar lokunar í skipulagsráði og borgarráði og mun að eigin sögn gera hið sama í borgarstjórn. 

„Þeim liggur svo mikið á, þau eru ekki með heimild fyrir varanlegri lokun Laugavegsins. Þá er þessi skammtíma lokun notuð,“ segir Eyþór. 

Hildur sat hjá

Eyþórs Arnalds og Valgerður Sigurðardóttur, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, greiddu atkvæði gegn tillögu um framlengingu á göngugötufyrirkomulagi Laugavegsins en Hildur Björnsdóttir, flokkssystir þeirra, sat hjá við afgreiðslu málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert