„Klaufaleg stjórnsýsla og groddaraleg aðgerð“

Laugavegurinn.
Laugavegurinn. Ljósmynd/mbl.is

„Lauga­veg­ur­inn er orðin mjög löng harm­saga. Þegar verið er að loka Lauga­veg­in­um sí­fellt til skamms tíma eða til ei­lífðar,“ seg­ir Eyþór Arn­alds, borg­ar­full­trúi og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík um þá furðulegu stöðu sem upp er kom­in varðandi um­ferð um Lauga­veg í sam­tali við mbl.is.

Greint var frá því í dag að tíma­bund­in lok­un Lauga­vegs­ins fyr­ir ak­andi um­ferð renn­ur út á miðnætti. Ekki tókst að af­greiða fram­leng­ingu í skipu­lags- og sam­gönguráði né í borg­ar­ráði svo að taka þarf ákvörðun um fram­leng­ingu í borg­ar­stjórn, á fundi á þriðju­dag­inn. 

Skamm­tíma­lok­un ekki til skamms tíma

Þannig er Lauga­veg­ur tækni­lega séð op­inn fyr­ir um­ferð bíla frá og með miðnætti og þangað til að annað verður samþykkt. 

„Þessi skamm­tíma­lok­un á nú að gilda út árið, svo að mér finnst hún ekk­ert sér­stak­lega stutt,“ seg­ir Eyþór. 

„Þetta finnst mér vera bæði mjög klaufa­leg stjórn­sýsla og grodd­ara­leg aðgerð, að kalla þetta skamm­tíma­lok­un.“

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavík.
Eyþór Lax­dal Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Eyþór greiddi at­kvæði gegn fram­leng­ingu tíma­bund­inn­ar lok­un­ar í skipu­lags­ráði og borg­ar­ráði og mun að eig­in sögn gera hið sama í borg­ar­stjórn. 

„Þeim ligg­ur svo mikið á, þau eru ekki með heim­ild fyr­ir var­an­legri lok­un Lauga­vegs­ins. Þá er þessi skamm­tíma lok­un notuð,“ seg­ir Eyþór. 

Hild­ur sat hjá

Eyþórs Arn­alds og Val­gerður Sig­urðardótt­ur, borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, greiddu at­kvæði gegn til­lögu um fram­leng­ingu á göngu­götu­fyr­ir­komu­lagi Lauga­vegs­ins en Hild­ur Björns­dótt­ir, flokks­syst­ir þeirra, sat hjá við af­greiðslu máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert