Nýgengi smita hæst í Svíþjóð

Svíþjóð er það ríki sem er með hæsta nýgengi kórónuveirusmita meðal þeirra ríkja Evrópu sem Sóttvarnastofnun Evrópu heldur utan um. Þar er nýgengið 747,10 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga.

Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu held­ur utan um fjölda smita í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins og Bret­land því ekki leng­ur talið með.

Á Íslandi eru smitin áfram fæst eða 44,49 á hverja 100 þúsund íbúa en í Finnlandi eru þau 66,22. Í Nor­egi eru þau 130,24 og 172,08 í Dan­mörku. Auk Íslands og Finnlands eru smitin í Portúgal nú komin undir 100 á hverja 100 þúsund íbúa en samkvæmt tölum stofnunarinnar eru þau 66,75 þar í landi.

Á korti Sóttvarnastofnunar er stór hluti Noregs og Finnlands nú grænn en Ísland áfram gult. 

Staðan í nokkr­um ríkj­um Evr­ópu:

  • Frakk­land 652,65
  • Ítal­ía 323,37
  • Spánn 249,75
  • Þýska­land 346,07
  • Pól­land 464,82
  • Hol­land 630,89
  • Belg­ía 422,67
  • Króatía 741,67
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka