Svíþjóð er það ríki sem er með hæsta nýgengi kórónuveirusmita meðal þeirra ríkja Evrópu sem Sóttvarnastofnun Evrópu heldur utan um. Þar er nýgengið 747,10 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga.
Sóttvarnastofnun Evrópu heldur utan um fjölda smita í ríkjum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins og Bretland því ekki lengur talið með.
Á Íslandi eru smitin áfram fæst eða 44,49 á hverja 100 þúsund íbúa en í Finnlandi eru þau 66,22. Í Noregi eru þau 130,24 og 172,08 í Danmörku. Auk Íslands og Finnlands eru smitin í Portúgal nú komin undir 100 á hverja 100 þúsund íbúa en samkvæmt tölum stofnunarinnar eru þau 66,75 þar í landi.
Á korti Sóttvarnastofnunar er stór hluti Noregs og Finnlands nú grænn en Ísland áfram gult.
Staðan í nokkrum ríkjum Evrópu: